Óskar Páll Sveinsson, Norðurá
Óskar Páll Sveinisson með glæsilegan Norðurárlax fyrir skemmstu.

Það lítur gríðarlega vel út með laxagöngur á vestanverðu landinu, sterkar göngur komu í stóra straumnum um mánaðamótin og nú styttist í næsta straum og ef hann skilar góðu líka gæti sumarið orðið í flottu lagi.

“Það er góður gangur á þessu og göngurnar sem komu í straumnum um daginn voru sterkari heldur en við höfum séð all mörg ár aftur í tímann. Við erum að vona að þetta sé að falla í gamla munstrið sem var við lýði hér á árum áður og ef það er að ganga eftir þá eru það stórkostleg tíðindi,” sagði Einar Sigfússon sölustj´pori við Norðurá í samtali við VoV í dag. Hann sagði um 650 laxa komna á land og þó að smálax væri nokkuð ríkjandi í aflanum nú þá væri meira af tveggja ára laxi heldur en síðustu á rog mætti eflaust þakka það stórlaxasleppingum í flestum ám, “Þeir stærstu eru 97 og 96 sentimetrar, það eina sem má finna að er að árnar á vestanverðu landinu eru kaldar og laxinn því að dreifa sér hægar en ella. Þá skiptir ekki máli hvort árnar eru vatnsmiklar eða ekki, það er hhitastigið sem ræður. En þetta lítur vel út, við búum núna að tveimur góðum vorum 2017 og 2016 og það era ð skila sér,” sagði Einar.

Einar er einnig með Haffjarðará á sinni könnu og þar hefur einnig gengið mjög vel. “Þar eru komnir 360 laxar og við sjáum sama gamla góða göngumunstrið og í Norðurá og fleiri ám í landshlutanum. Laxinn er líka vænn, bæði smálaxinn og stórlaxinn og það er komin einn tuttugu punda, 100 cm hængur sem Nýsjálensk veiðikona veiddi í veiðistaðnum Gretti,” bætti Einar við.