Bergsnös, Stóra Laxá
98 cm úr Bergsnös í vikunni. Mynd Lax-á

Haustmokveiðin sem að Stóra Laxá í Hreppum er hvað þekktust fyrir er kannski ekki komið í gang, enda ekki verið skilyrðin til þess, en þeir sem eru að veiðast eru alvöru Stóru Laxár höfðingjar eins og sannast á þeim myndum sem að leigutakinn Árni Baldursson hefur verið að pósta á FB að undanförnu.

Myrkhylur, Stóra Laxá
96 cm úr Myrkhyl á svæði 4 í Stóru Laxá. Mynd Lax-á

Vikan sem endaði þann 19.9 s.l. var aðeins með 18 laxa skráða og skotin sem voru að koma þar á undan fjöruðu út með versnandi skilyrðum, en það hafa komið komið stórir drjólar á land síðustu daga, m.a. 96 og 98 cm úr Bergsnös á svæði 2 og Myrkhyl á sv 4. Enn er tími fyrir haustskotið ef að skilyrðin gefa sig. Stundum koma þau fyrr, stundum seinna….og stundum allt of seint. Sjáum hvað setur.