Eldvatn, Jón Hrafn Karlsson
Myndin er frá Eldvatni, Jón Hrafn Kalrsson er höfundur hennar. En hún sýnir umhverfið, bjart og kalt og það er ekki það besta fyrir birtinginn á haustinn. Samt eru menn að setja í fiska....

Skilyrðin til veiða á sjóbirtingsslóðum hafa verið með eindæmum slök í september, sem er einmitt aðal mánuðurinn. Holl í Tungulæk var t.d. með aðeins tíu fiska fyrir skemmstu og þykir lítið, enda er mökkur af fiski í ánni. Fréttir af Tungufljóti eru í sama dúr, vond skilyrði en veiði furðu góð og stefnir í met þar!

Einar Lúðvíksson leigutaki Tungufljóts sagði okkur í dag að skilyrði í semptember hefðu verið afleit, en samt væru komnir um 400 fiskar á land og stefndi í met. Þarna er veitt til 20.október og ekki líklegt annað en að skilyrði verði góð alla vega af og til þó að veðurfar á þessum árstíma sé jafnan óstöðugt. Reynsla okkar er að hressileg haustlægð með 10-12 stiga hita geti sett allt á annan endan, fyrst rjúka upp vatnavextir en svo er mok. Alla vega er eitt ljós, að árnar fyrir austan eru fullar af fiski.