Tínist upp úr Hofsá – Selá opnar í fyrramálið

Falleg tilþrif neðan við fossinn í Hofsá. Mynd Einar Falur.

Fjórir laxar veiddust í Hofsá í gær, þegar áin var opnuð og í kvöld vissum við af a.m.k. þremur til viðbótar. Lax fannst á öllum svæðum nema því efsta sem kom á óvart, en skýringin líklega sú að mikið vatn er í ánni og kalt.

Gísli Ásgeirsson framkvæmdastjóri 6RP sem er leigutaki árinnar sagði skilyrðin erfið, en eigi að síður virtist fiskur vera víða. Selá opnar í fyrramálið,“ bætti Gísli við.