Hafralónsá í Þistilfirði er nú komin í útboð frá og með veiðisumrinu 2018, eða næsta ár. Þetta er löng, vatnsmikil og krefjandi laxveiðiá sem þekkt er fyrir stóra laxa.

Tekið er fram að útboðið nái aðeins til þess hluta árinnar sem fær er göngufiski, en alls er veitt á sex stangir á laxasvæðinu en þrjár til viðbótar á silungasvæðinu sem er neðsti hluti árinnar. Tvö veiðihús eru við ána og liggur vegur um allt veiðisvæðið. Þá er eingöngu leyfð fluguveiði á laxasvæðinu.

Vísað er til stjórnarmanna í Veiðifélagi Hafralónsár, Jóhannesar Sigfússonar, Ævars Marinóssonar og Júlíusar Sigurbjartssonar, leitist menn eftir frekari upplýsingum.