Minnivallalækur
Fallegur urriði. Mynd -gg.

VoV var á þvælingi úti á landi í vikunni og komum við aðeins við í veiðihúsinu við Minnivallalæk. Ekki nennti nokkur maður að setja saman og kasta í norðan rokinu, en við kíktum í veiðibókina, og vertíðin hefur verið alveg í lagi.

Það hafa verið betri sumur, en það eru komnir 150 fiskar á land og mjög margir rígvænir að vanda, 8-10 punda stærstir þetta árið. Nú í haust hefur lítið verið veitt og er það miður því að haustið í urriðaám er vanmetinn tími. Að vísu verður að segjast eins og er, að skilyrði í september hafa ekki verið uppá það besta, oft kuldi, oft sól og oft rok….þannig að illa hefur gefið, en ef að sklilyrði batna í blárestina, þá er haustið frábær tími fyrir urriðann..