
Vikutölur angling.is segja stóra sögu. Það dregur víðast hvar úr veiði. Ekki síður a vestanverðu landinu sem þó fékk burðugri smálaxagöngur heldur en Norðurlandið. Vatn hefur minnkað og göngur svo að segja búnar. Það er þó ágætis kraftur hér og þar, eins og t.d. í Rangárþingi þar sem Eystri er á topnum og þegar komin vel fram úr heildartölu sinni frá síðasta ári.

Kíkjum nánar á þetta og við höfum aftur tekið það upp að reikna út vikutöluna og bæta heildartölu síðasta sumars við í sviga.
Eystri Rangá 3060 – 409 (2143)
Ytri Rangá 2556 – 268 (7451)
Þverá/Kjarrá 2271 – 69 (2060)
Miðfjarðará 2039 – 176 (3765)
Norðurá 1497 – 42 (1719)
Haffjarðará 1353 – 66 (1167)
Langá 1288 – 79 (1701)
Urriðafoss 1211 -72 (755)
Selá 1111 – 82 (937)
Elliðaár 857 – 46 (890)
Blanda 853 – 5 (1433)
Grímsá 814 – 56 (1290)
Laxá í Dölum 807 – 68 (871)
Laxá í Kjós 752 – 17 (860)
Laxá í Leir. 589 – 24 (624)
Hofsá 570 – 65 (589)
Laxá á Ásum 565 – 43 (1108)
Laxá í Aðaldal 557 – 58 (709)
Haukadalsá 522 – 25 (503)
Hítará 511 – 46 (494)
Affall 457 – 66 (193)
Víðidalsá 439 – 23 (781)
Flókadalsá 379 – 17 (423)
Jökla 372 – 12 (355)
Vatnsdalsá 353 – 49 (714)
Stóra Laxá 349 – 0 (590)
Þverá í Flj. 322 – 45 (448)
Hér að ofan má sjá að Eystri Rangá er nú komin með 917 löxum meiri veiði en allt síðasta sumar. Þá má einnig sjá að þrátt fyrir ágætisgang síðustu vikuna, þá er Ytri Rangá 4895 löxum undir heildartölu síðasta sumars.
Auk Eystri Rangár er Þverá/Kjarrá komin fram úr sinni heildartölu frá 2017 og sama má segja um Haffjarðará, Urriðafoss, Selá, Haukadalsá, Hítará, Affall og Jöklu. Jökla hefur samt slakað mjög á, eftir góða veiði framan af kom yfirfall miklu fyrr en menn vonuðust eftir. Eftir það er lítið veitt nema í hliðaránum. Blanda er líka hrunin af sömu sökum.
Þá eru nokkrar ár sem eru neðar í listanum hjá angling.is með hærri tölu nú en allt síðasta sumar og má nefna Búðardalsá og Miðá. Enn fleiri eru komnar nærri heildartölunni frá síðasta sumri. En listinn sýnir að margar eru lþar vel að baki.
Athygli vekur líka að samkvæmt töflu angling.is veiddist ekki einn einasti lax í Stóru Laxá í umræddri viku, en við hljótum að gefa okkur að það sé innsláttarvilla!

En hver er staðan ef að við berum saman við sama tíma í fyrra? Ef við rennum aftur í gegnum Þessar 26 töluhæstu ár, þá eru 18 þeirra með hærri tölu en á sama tíma í fyrra, hinar eru flestar þekktustu árnar fyrir norðan. Grímsá er svolítið úti á túni með næstum hundrað löxum minna en á sama tíma í fyrra, á meðan nánast allar ár á vestanverðu landinu eru með hærri tölu, a.m.k. þær sem eru á lista þessum. Ytri Rangá stingur líka í stúf, en þar byggist allt á sleppingu gönguseiða og augljóslega hefur sleppingin í fyrra ekki gengið jafn vel og sú árið á undan.
En hér kemur listinn aftur og nú er aftari talan sambærileg tala frá síðasta sumri:
Eystri Rangá 3060 – 1685
Ytri Rangá 2556 – 4218
Þverá/Kjarrá 2271 – 1777
Miðfjarðará 2039 – 2668
Norðurá 1497 – 1355
Haffjarðará 1353 – 1033
Langá 1288 – 1237
Urriðafoss 1211 – 742
Selá 1111 – 813
Elliðaárnar 857 – 764
Blanda 853 – 1390
Grímsá 814 – 918
Laxá í Dölum 807 – 418
Laxá í Kjós 752 – 549
Laxá í Leir. 589 – vantar tölu, en hún var lægri
Hofsá 570 – 462
Laxá á Ásum 565 – 790
Laxá í Aðaldal 557 – 583
Haukadalsá 522 – 359
Hítará 511 – 375
Affall 457 – 116
Víðidalsá 439 – 583
Jökla 372 – 288
Vatnsdalsá 353 – 505
Stóra Laxá 349 – 309
Þverá í Flj. 322 – 284