Skánandi en gæti verið betra

Það eru göngur í Eystri Rangá, þessi 95 cm hængur veiddist í vikunni. Mynd Árni Baldursson.

Það komu tölur á angling.is í kvöld og margir biðu þeirra, sjá hvort að straumurinn 11.-12.7 hefði skilað einhverju. Dæmi nú hver fyrir sig þegar við skoðum tölurnar og berum þær saman við tölur fyrir viku síðan.

Urrriðafoss hefur verið efstur frá byrjun og stóð nú í 668 löxum, vikan upp á 81 lax. Aðeins dregið úr en góð veiði samt. Norðurá sem er í öðru sæti er samt með bestu vikuna, 200 laxa viku og er með 533 laxa. Þverá/Kjarrá er með viku upp á 132 laxa, samtals 400 laxa. Þetta er ekki gott en framför eftir því sem liðið hefur á sumarið, laxinn er að ganga, óvenju seint.

Sjáum hér að neðan næstu ár:

Eystri Rangá     319, vikutalan 131

Haffjarðará       265  vikutalan 89

Laxá í Kjós         217  vikutalan 102

Miðfjarðará      206  vikutalan  90

Svo eru bara aðrar ár lægri, menn geta skoðað það á angling.is. Þetta verður að teljast afar slök byrjun á laxveiðivertíð, en á móti kemur að fiskur hefur verið að ganga og árnar að sækja í sig veðrið. Hvað svo sem framhaldið leiðir af sér.