„Þetta var bara skrambi gott í dag“

Geirlandsá, Atli Óskarsson, Gunnar Óskarsson, Arnar Óskarsson
Í Ármótunum....

Það er sama hvar borið er niður í Vestur Skaftafellssýslu, alls staðar var veiðin einstaklega góð á þessum fyrsta degi vertíðarinnar. Mikið af fiski, ekki síst geldfiski, en líka stórum þroskuðum hrygningaröldungum. Geirlandsá gaf ekkert eftir.

Geirlandsá, Atli Óskarsson, Gunnar Óskarsson, Arnar Óskarsson
Atli Óskarsson með’ann á við Garðana í Geirlandsá. Myndir eru allar frá Gunnari og Arni Óskarssonum.
Geirlandsá, Atli Óskarsson, Gunnar Óskarsson, Arnar Óskarsson
Kominn á land, falleg lítil hrygna.
Geirlandsá, Atli Óskarsson, Gunnar Óskarsson, Arnar Óskarsson
Frelsinu fegin….

„Þetta var bara skrambi gott, við fórum seint út um morguninn, vorum bara kannski tvo-þrjá tíma, en það komu um sextíu stykki á land. Seinni partinn tókum við það líka rosalega rólega, fórum seint út og lönduðum fljótlega tíu í viðbót, en þá bara slokknaði á tökunni. Það kólnaði hratt, það var kannski málið, en við enduðum þennan dag með um sjötíu fiska landaða. Flestum var sleppt. Örfáir geldfiskar voru drepnir fyrir grillið. En með geldfiskinn. Fyrir um tveimur árum fór þeim að fjölga mjög í vorveiðinni, greinilega að byrja uppsveifla.

Geirlandsá, Atli Óskarsson, Gunnar Óskarsson, Arnar Óskarsson
Fallegt eintak! Arnar með væna hrygnu.
Geirlandsá, Atli Óskarsson, Gunnar Óskarsson, Arnar Óskarsson
Nennti ekki að bíða!

Núna er vaðandi geldfiskur um öll Ármótin og alveg niður að marstinu. Við brúna og niðri á Görðum er líka fullt af þeim. Þetta veit auðvitað á gott og við heyrum þetta víðar að hér í sveitinni,“ sagði Gunnar Óskarsson formaður SVFK í samtali við VoV í kvöld.

Stærsti fiskur vorsins, sem við höfum frétt af,  kom úr Geirlandsá í dag, 87 cm hængtröll. Allan daginn 17-20 punda sem haustfiskur, en nokkuð tekinn og mjór núna. Samt mikill belgur að sögn Gunnars. Því miður er ekki til mynd af tröllinu, en all nokkrir til viðbótar voru yfir 70 cm og upp í 82 cm.