Húseyjarkvísl, Valgarður Ragnarsson
Flottur geldfiskur úr Húseyjarkvísl.

Menn geta verið sáttir við gang mála í Húseyjarkvísl í dag, þar komu 15 fiskar á land, en skilyrði voru afar erfið og fiskur tók illa. Nóg af honum samt.

Húseyjarkvísl, Valgarður Ragnarsson
Valgarður leigutaki með einn flottan úr opnuninni.
Húseyjarkvísl, Valgarður Ragnarsson
Flottur birtingur úr Kvíslinni í dag.

„Þetta fór rólega af stað, það var glært og bjart og lítið vatn. Fiskur að taka illa, en þetta togaðist og á endanum vorum við með 15 fiska á land,“ sagði Valgarður Ragnarsson, leigutaki Húseyjarkvíslar í skeyti til VoV í kvöld. Má segja að það sé mjög ásættanlegt í ljósi þess að þær aðstæður sem Valgarður lýsti eru þær verstu sem hægt er að bjóða upp á í sjóbirtingsveiði.