Laxi landað í Selá. Mynd frá Sveini Björnssyni.

SVFR hefur langa sögu af því að efna til fróðelgra kvölda með kynningum og skemmtun af mörgum toga. Nú eru þeir með eitthvað sem heitir Nördakvöld og þetta tiltekna nördakvöld gæti verið gulls ígildi fyrir fjölmarga. Aðstæður til veiða eru oftar en ekki erfiðar og þá ríður á að kunna til verka. Nú munu valdir snillingar segja frá því hvað til þarf..

Þetta tiltekna Nördakvöld er 20.febrúar næst komandi og Sigþór Steinn Ólafsson er var sá er lét okkur vita. Yfirskriftin er: „Svona færðu laxinn til að taka.“ Það var ekkert annað. En Sigþór er margreyndur og rammgöldróttur fluguveiðimaður og leiðsögumaður og ef einhver kann til verka þegar aðstæður eru erfiðar, þá er það hann. Og SVFR verður með fleiri sérfræðinga til að leiða mannskapinn inn í þann stundum erfiða heim að fá laxinn til að taka. Sumarið 2019 vatnslaust, sumarið 2018 allt of mikið vatn. Þetta erindi gæti verið magnað.