Vatnamót, Vatnamótin, Ólafur Guðmundsson
Fallegt eintak úr Vatnamótunum í dag. Mynd Ólafur Guðmundsson.

Veiði fór frábærlega af stað í Vatnamótunum í Vestur Skaftafellssýslu  í dag, á áttunda tug birtinga voru dregnir á land, stórir sem smáir. Skilyrði frábær, vatn hæfilegt og blíðskaparveður.

Vatnamót, Vatnamótin, Ólafur Guðmundsson
Vatnamótin í dag, farið að húma. Mynd Ólafur Guðmundsson.
Vatnamót, Vatnamótin, Ólafur Guðmundsson
Hann er sprell lifandi greyið. Mynd Ólafur Guðmundsson.

„Alveg hreint magnaður dagur, 76 fiskar á land. Það verður varla betra,“ sagði Ólafur Guðmundsson veiðimaður sem var meðal þeirra sem opnuðu svæðið í morgun. Vatnamótin eru ármót Skaftár, Fossála, Geirlandsár(Breiðabalakvíslar og Hörgsár.