Komnir ellefu stuttu fyrir hádegi

Stefán með geggjaða hrygnu úr Urriðafossi í morgun.

Laxeiðivertíðin hófst í morgun í Urriðafossi eins og lög gera ráð fyir hin seinni ár, búið að seinka gömlu uppáhöldunum Norðurá og Blöndu. Og eins og fyrrri daginn stóð hinn gruggugi Urriðafoss undir væntinungum. Þar var afar líflegt í morgun.

Hjónakornin og leigutakarnir Harpa og Stefán hjá Iceland Outfitters með einn þann fyrsta í morgun.

Harpa Hlín, annar leigutaka svæðiins þurfti að fara í bæinn vegna anna um ellefu leytið í morgun sagði í samtali við VoV, „þá voru komnir ellefu laxar á land og sá fyrsti var kominn á land sjö mínútum eftir að byrjuðum í morgun.“ Allt er þetta nýgenginn boltalax og alltaf hreint hressandi að fá þessar opnunarfréttir frá Urriðafossi, sem eins og allir ættu að vita, er í Þjórsá. Nú fylgjumst við nánar með gangi máli, en óhætt er að segja að laxavertíðin hefjist með pompi og prakt.

Harp byrjar vertíðina vel, var reyndar búin að byrja hana vel með risum úr Þingvallavatni og víðar.

Það er nokkuð í næstu ár, þó ekki lengra en að 5.6 í Norðurá. Þar hafa menn séð laxa síðustu daga og sama má segja um Elliðaárnar, Laxá í Leirársveit og Laxá í KJós. Eflaust eru þeir fyrstu mættir víðar.