Tungufljót
Erlendur veiðimaður með algert tröll úr Syðri Hólma, svona fiska er Tungufljót einmitt frægt fyrir! Mynd frá Lax-á

Við höfum verið með fréttir af og til síðsumars að sjóbirtingur sé byrjaður að ganga og það af krafti, hér er  enn ein fréttin og eins og sjá má af myndinni sem að við fengum að láni frá Lax-á, þá eru stóru fiskarnir byrjaðir að taka lit! Þessi er allavega mjög stór, líklega um eða yfir 80 cm þó það komi ekki fram.

Einar Lúðvíksson er með þessa á á leigu, en Árni Baldursson tekur alltaf nokkur holl og þessi hópur datt í lukkupottinn. Veiðistaðurinn er Syðri Hólmi, sem er landsfrægur og nafntogaður. Nú fer stóru birtingunum að rigna inn….