Gott gengi í Þistilfirði

Haraldur Eiríksson að glíma við vænan lax í Hafralónsá...

Þó að laxveiðin gangi víða illa, þá gengur hún alls ekki illa á Norðausturhorninu. Þistilfjörður og Vopnafjörður eru einhverra hluta að vegna í lagi og vel það!

Falleg ca 9 punda hrygna úr Hafralónsá. Þar eru göngur góðar þessa daganna.

„Her er rigning og smálax,“ sagði Haraldur Eiríksson sölustjóri hjá Hreggnasa í spjalli við VoV, en Hreggnasi er með Hafralónsá og Svalbarðsá á sínum snærum. „Hafralónsá er að detta í 100 laxa og Svalbarðsá 121 lax., þetta eru fínar tölur og fiskur að ganga,“ sagði Haraldur. Við höfum það fyrir satt að veiði hafi farið rólega af stað í Sandá, en glæðst þegar smálax fór að ganga.