Garðar Geir Hauksson með fallegan smálax

Eftir að það veiddust aðeins tveir laxar á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit hefur veiðin tekið við sér. Hér er skýrsla frá Hauki Geir Garðarssyni , leigutaka árinnar ásamt Ólafi Johnson….

„Ágætis veiði hefur verið síðustu daga í Laxá í Leirársveit en komnir eru rúmir 30 laxar á land, vel haldnir 2ja ára laxar og góðir smálaxar. Tölvert hefur sést af nýjum laxi koma inn síðustu sólahringa. Mjög gott vatn hefur verið í anni sl. 3 daga eftir rigninguna.“