8.8 C
Reykjavik
Þriðjudagur, 9. september, 2025

„Síðasta vígi“ sjóbleikjunnar?

Eins og eftir pöntun, er sjóbleikjan mætt í Fögruhlíðarós. Og ekki bara það, heldur bara fullt af henni. Þröstur Elliðason leigutaki Fögruhlíðarár kallar ána og ósinn mögulega "síðasta vígi" sjóbleikjunnar á Íslandi. Umræðan hefur ekki farið hljótt, víðast hvar á...

Smoltuð niðurgönguseiði langt á undan áætlun

Í framhaldi af forspá Guðna Guðbergssonar um góða laxveiði á komandi sumri, hefur VoV rætt við ýmsa umsjónarmenn lykilsvæða er kemur að laxveiðinni. Þeir eru yfirleitt sammála um eitt, en hikandi við annað, en þeir hafa sagt okkur frá...

Þingvallavatn: „Klárlega eitthvað í gangi“

Við vorum með frétt á dögunum um að slíkt ójafnvægi væri í fiskistofnum Þingvallavatns að réttast væri að efna til aðgerða og rannsókna. Þetta báru veiðimenn sem gjörþekkja til Þingvallavatns. VoV leitaði álits hjá Fish Partner, sem er með...

Á móti henni tók voldugur svelgur…

Lengi hafði lúrt í boxum mínum eintak af straumflugunni Öldu. Man ekki hvernig hún komst þangað, en það orð hefur lengi farið af henni að vera firnasterk í Veiðivötnum. Til munu vera ýmis litarafbrigði af henni eins og títt...

Þingvallavatn komið að fótum fram?

Veiði er hafin í Þingvallavatni og hafa sumir veitt vel. En það loðir við nokkuð sem að ýmsir hafa haldið fram síðustu ár, að veiðin í vatninu fari þverrandi. Það sé í raun komið að fótum fram. Þeir sem fóru...

Aðeins um fluguna White Wing

Nýverið rákumst við á nýtt listaverk frá hnýtaranum Bjarka Má Jóhannssyni, sem hefur sérhæft sig í að hnýta bæði gamlar flugur og nýrri í gamla klassíska stílnum. Hann var með sérlega fallegt eintak af White Wing. Sagt er að flugan...

Blue og Green Icelander – eru þær til?

Með þessu innleggi er VoV eiginlega að lýsa eftir hverjum þeim sem kunna að þekkja, eða lúra á flugunum Blue Icelander og Green Icelander. Þessar flugur, sem voru gjöfular, reyndust ákveðnum hópi vel í Kjarrá fyrir nokrum áratugum, skv...

Gömlum fiskum fækkar – geldfiskum fjölgar

Hörðustu veiðiseggir horfa til 1.apríl. Þá hefst stangaveiðivertíðin. Mest er athyglin þá á slatta af sjóbirtingsám, en einnig opna þó nokkur svæði sem geyma staðbundinn silung. Hvers er að vænta og hvernig var 2024? Er sá maður til sem...

Gjöf frá Þórði Péturssyni

Seint á síðasta ári kvaddi Þórður Pétursson veiðilendurnar hérna megin og hélt yfir mörkin til hinna, hinu megin. Þórður, eða Doddi, jafnvel Doddi minkur, var einn snjallasti og þekktasti laxveiðimaður okkar tíma. Og hnýtingarmeistari í efsta gæðaflokki. Fæddur 1938,...

Úlfarsá – lítil, krefjandi, gjöful

Úlfarsá, Korpúlfsstaðaá eða bara Korpa, sem sumum þykir þó frekar niðrandi nafn á gjöfulli laxveiðiá. En "Korpa" er ekki allra því hún er það sem margir kalla "sprænu". Vatnslítil er hún vissulega, en hún leynir á sér og hún...

VEIÐISLÓÐ – Ýmsar greinar