Gluggarnir að gefa vel!

Einn af þeim stærri úr Vatnamótum. Mynd Cezary.

Þrátt fyrir verulega rysjótt veður hefur sjóbirtingsveiðin verið góð. Það koma vaktir og dagar að það er ekki stætt úti og óveiðandi vegna drullu og flóða, en í gluggunum eru menn að gera góða hluti. Lítum á tvö dæmi, annað frá Vatnamótunum, hitt frá Flóðinu í Grenlæk.

Stórfiskur úr Vatnamótunum, mynd Cezary.
Dagur að kveldi kominn í Vatnamótunum, mynd Cezary.

Fyrst er það Cezary, sem hefur verið í viku með félögum sínum í Vatnamótunum, Cezary segir: „Við veiddum alls um 70 fallega fiska og  misstum annað eins .Meðalstærðin var 70 til 75 cm,nokkrir fiskar á bilinu 80 til 90 cm og nokkrir yfir 90 cm. Á næstsíðasta degi veiddi ég 94 cm fisk en það var ekki stærsti fiskurinn. Ég barðist við 3 stóra fiska  sama daginn, sem voru stærri, einn þeirra var um 100 cm. Vorum ad nota bara tvihendur. Ég notaði aðeins parrot flugur af Marek Imierski og ég veiddi flesta fiska í hópnum. Ég er með nýja gerð sem gaf mestan fisk.Appelsínugul  flæðarmús reyndist líka frábær. það er íslensk fluga en við breyttum henni í Póllandi.Við höfðum stór sjávarföll á hverjum degi og  sáum stórar torfur af fiski synda til að hrygna. Vatnamot hefur verið uppáhaldsstaðurinn minn í mörg ár. Ég mun alltaf fara þangað aftur.Að mínu mati er þetta besti staður í heimi fyrir sjóbirting. Þetta er staðfest af fólki sem hefur ferðast um allan heiminn í leit að sjóbirtingi. Patagonia er langt á eftir. Sjóbirtingur er konungur íslenskra áa og við ættum að hugsa meira og betur um hann.“

Rígvæn hrygna úr Flóðinnu, myndin er fengin af vef SVFK.

Ekki bara Vatnamótin

Á sama tíma kom þessi færsla á vef SVFK sem er með Flóðið, Jónskvísl og Geirlandsá: „Við félagar vorum við veiðar 20 – 22 sept og fengum 11 fína birtinga frá 3 pundum upp í 8 pund stærsti og fengust þeir allir á Lyppu, gátum ekkert veitt á heila deginum vegna ofsaveðurs og voru verstu kviđur í vindinum 34 metrar pr sek, viljum benda á ađ þeir sem eiga leyfi framundan, ađ vera á sæmilegum jeppum vegna hárrar vatnstöđu í læknum.“