Það er alveg klárt að sjóbirtingurinn er að ganga fremur snemma í ár. Þó nokkuð er síðan að við fréttum af og greindum frá fyrstu göngum og fiskunum t.d. í Eldvatni og Tungulæk semoft ríða á vaðið. En einnig í Vatnamótunum, sem við höfðum ekki sagt frá reyndar. Nú berast fleiri fréttir að austan.

Það er svoleiðis með árnar í hinu stóra og mikla konungsríki sjóbirtingsríki sjóbirtingsins í Vestur Skaftafellssýslu, að það mætti halda að birtingurinn gengi fyrr í ár á vestan- og norðanverðu landinu en staðreyndin er sú að svo er ekki,, á Suðurlandi eru flestar árnar með ós í jökulvötn og birtingurinn gengur í þau á sama tíma og í ár annars staðar, en bíður í jökulvatninu þangað til síðar. Nema í Eldvatni, sem á ós beint í sjó, fréttir berast ævinlega af sjóbirtignsgöngum þar fyrr en frá öðrum ám í héraðinu og skv Jóni Hrafni leigutakaq Eldvatns þá er „mikið líf“ í Eldvatni núna. Hann var að veiðum í ánni nú í lok viku og var fisk að finna víða í ánni. Hann lofaði okkur nánari skýrslu síðar, þannig að við látum þetta duga að sinni.
En á sama tíma þá hafa Keflvíkingar póstað á FB að fyrstu birtingarnir séu farnir að veiðast í Geirlandsá. Helst eru þeir enn sem komið er í Ármótunum við Stjórn, en fara eflaust að dreifa sér ofar á næstu dögum. Þá minnum við á að VoV greindi frá mjög vænum birtingum sem að við fengum í Vatnsá í Heiðardal ofan Mýrdals í vikunni, stóra hrygningarfiska, 62 til 80 sentimetra fiska…þannig að allt er að gerast.