Hér má sjá blaðið Veiði 2020. Mynd Golli

Nú um nýliðna helgi Kynnti Veiðihornið hið árlega blað sitt Veiðin, sem að sjálfsögðu ber áratlið 2020 að þessu sinni. Eins og fyrri daginn er mikill metnaður settur í útgáfu þessa, þetta er í senn vörulisti Veiðihornsins og tímarit sem er smekkfullt að skemmtilegu og fróðlegu efni.

VoV hefur vart tölu á þeim árum sem að blað þetta kemur út, en sem fyrr eru nánustu samstarfsmenn þeirra Veiðihornshjóna Maríu og Ólafs, þeir Heimir Óskarsson sem er umbrotsstjóri og Kjartan Þorbjörnsson, Gollii, sem sér um ljósmyndun.

Dreifing blaðsins hófst á hádegi á laugardaginn og fyrstu hundrað eintökunum fylgdi gjafabrég uppá 10þúsund krónur sem var ætlað að vera innáborgun í Simms vöðlur eða Simms flugustöng. Varla þarf að draga í efa að þau gjafabréf voru rifin út á fyrsta hálftímanum. Blaðið er frítt og geta allir sótt sér eintak í verslun Veiðihornsins í Síðumúla.