Kjartan Ólafsson, Halldóra Kristjánsdóttir
Kjartan Ólafsson og eiginkonan Halldóra Kristjánsdóttir með 103 cm hrygnuna af Speilflúð. Allir sáttir, hrygnan líka enda var henni gefið líf.

Stórlaxarnir eru að veiðast fyrir norðan, sérstaklega í Laxá og ekki bara í Nesi. Það fréttist mikið þaðan, en svæði Laxárfélagsins eru einnig að skila tröllunum á land. Þrjá risa höfum við heyrt af að undanförnu, sá stærsti þeirra litlir 107 cm!

Hólmakvísl, Laxá í Aðaldal
Hér er Kristian með 107 cm …..hrygnu? já lítur út fyrir það, úr Hólmakvísl.
Þetta er hann Lars með 106 cm hæng úr Fosspolli á fluguna Wolfowhich

Stærsta laxinn veiddi Kristian, sem ekki er feðraður á FB síðu Laxárfélagssvæðanna á FB, en þar kemur þó fram að laxinn var 107 cm og veiddur í Hólmakvísl. Síðan er annar 106 cm sem Lars, sem ekki er heldur feðraður á FB, sem setti í sitt tröll í Fosspolli á fluguna Wolfowhich. Loks má segja frá hrygnu af stærðargráðunni 103 cm sem að Kjartan Ólafsson landaði á Spegilflúð. Þetta eru ekki amalegir laxar, en öllum var sleppt aftur eins og lög gera ráð fyrir og því ekki útilokað að fleiri eigi eftir að fá að glíma við höfðingjana.