Smálaxinn lætur á sér kræla

Hilmar Hansson með fallegan smálax úr Norðurá.

Miðað við fyrstu opnanir þá eru stórlaxagöngurnar ekki að fara að baða sig í frægð. Lítið af þeim stóra og þá bíða menn eftir því hvort að sá litli komi. Glatað og ömurlegt ef að árgangur hans er líka slappur. En veiðimenn halda alltaf í vonina og finna bjartsýni í hverju horni og skúmaskoti. Nú hafa fundist smálaxar!

Hilmar Hanssson, einn af okkar fremstu snillingum er í Norðurá og: „Góðu fréttirnar eru þær að smálaxinn er mættur í Norðurá. Þessi hængur stóðst ekki fluguna Bóbó, enda ekki skrítið“

Sem sagt, þetta er snemmt fyrir smálaxinn og gefur fyrirheit um að göngur verði góðar. Í sumar. Í gærbárust fregnir af Brennutagnga að grálúsugir smálaxar væru að veiðast. Eigum við ekki að segja að all sé í áttina?