Veiðivötn: Fín veiði og stórir fiskar

Hraunvötn
Øivind Kristofferson, 12.0 pd, Hraunvötn, Ljósm. Bergur Birgisson

Veiði hefur gengið að óskum í Veiðivötnum það sem af e rog að venju eru að veiðast ferlegir fiskar í bland við smærri eintök. Hafa veiðst allt að 12 punda fiskar í vötnunum og eru horfur taldar góðar hvað framhaldið varðar.

11,8 pd. urriði úr Hraunvötnum. Ljósm. Bryndís Magnúsdóttir

Öivind Kristofferson veiddi stærsta fiskinn til þessa í Hraunvötnum. Var það tólf punda hvalur sem sjá má á myndinni. 11,8 pundari veiddist einnig í Hraunvötnum og 105 og 10,6 punda urriðar hafa einnig veiðst í Ónefndavatni og Litlasjó. Hæsta meðalþyngdin er hins vegar í Pyttlum sem hafa þó aðeins gefið 13 fiska. En stórir eru þeir, meðalvigtin 5,64 pund og sá stærsti 8,2 pund.

Eftir umræddar tvær fyrstu vikur höfðu veiðst alls 6258 fiskar í vötnunum, 3608 bleikjur og 2650 urriðar.