Fyrsti laxinn kominn úr Elliðánum! Tók þurrflugu í Höfuðhyl

Elliðaárnar. Laxar í Teljarastreng. Mynd Heimir Óskarsson.

Fyrsti laxinn hefur komið á land í Elliðaánum og þó á ekki að opna formlega með föruneyti hæstvirsts borgarstjóra fyrr en 20.júní. Silungsveiðimaður var í morgun í Höfuðhyl og sló öllum við.

Samkvæmt öruggum heimildum VoV var veiðimaðurinn Hafþór Bjarnason, sonur fyrrum SVFR formannsins Bjarna Júliussonar. Hann var á urriðaveiðum og með þurrflugu í Höfuðhyl. Það kom mögnuð taka og niðurstaðan var nýleg 4 punda hrygna. Hefur líklega vaðið upp í rigningunum um daginn þegar ekki var hægt að skyggna. En sem sagt, borgarstjóri og föruneyti hans fá ekki að eiga augnablikið þetta árið‘. Fyrsti laxinn er kominn, það hafa staðfest Elliðaár sérfræðingar