Það var aldrei ætlunin að slökkva á vikutöluskammtinum, enda er enn veitt í örfáum laxeiðiám. Þær eru raunar fimm talsins, allar á Suðurlandi og hér er vikuskýrsla úr fjórum þeirra.

Fjöldi Vikan Stangir
Ytri Rangá 8.935 213 20
Eystri Rangá 3.219 22 18
Affall 690 29 4
Þverá í Fljótshlíð 276 7 4

Þrjár af þessum ám eru nú komnar yfir heildartölu síðasta sumars. Yrti Rangá gaf í fyrra 8003 laxa, munurinn 132 laxar. Eystri var í fyrra með 2749 laxa, mundirnn þar 470 laxar. Affall var í fyrra með 558 laxa, munurinn þar 132 laxar. Aftur á móti er Þverá enn undir, en munar þó bara fáum löxum. Þar veiddist 281 lax í fyrra, en það er 7 löxum meira heldur en veiðst hefur nú.

104 cm lax af Guttlfossbreiðu í Ytri Rangá - Mynd af FB síðu leigutaka Ytri Rangár
104 cm lax af Guttlfossbreiðu í Ytri Rangá – Mynd af FB síðu leigutaka Ytri Rangár

Verði einhver ástundun gæti Þverá því bæst í þennan hóp, en það er það sem helst heldur veiði niðri, minnkandi ástundun auk óstöðugs veðurfars, en laxveiðimönnum fer jafnan ört fækkandi á bökkunum þegar líður á október. Þeir sem enn eru sprækir hafa flestir snúið sér að sjóbirtingi, nú eða byssunum sínum.

Fimmta áin er Vatnsá í Heiðardal ofan Víkur. Í henni veiddust 188 laxar í fyrra, en fyrir ríflega viku voru komnir 190 á land, hún var því þá þegar komin yfir 2015-töluna. Í henni er veitt til 20.október og því útlit fyrir að heildarveiðin verði umtalsvert yfir þeirri tölu, enda talsvert af fiski í ánni þetta árið.