Smá skot í Blöndu

Bjarki Már Jóhannsson með fallega hrygnu úr Blöndu í morgun.

Eftir arfa slaka byrjun í Blöndu kom smá skot síðasta sólarhringinn og tengist líklega stórstreyminu sem var í gær, 11.júní. Vonandi er þetta vísbending um batnandi tíð með blóm í haga.

Jakob Hinriksson með glæsilega hrygnu úr Blöndu.

Fjórir þrælkunnugir veiðigarpar voru að veiðum, Eric Koberling, staðarhaldari við Blöndu, Bjarki Már Jóhannsson veiðileiðsögumaður, Jóhann Davíð Snorrason veiðileyfasalai hjá Kolskeggi og Jakob Hinriksson. Fjórir fallegir laxar á milli 76-86 cm var landað úr Blöndu undanfarna 24 tíma, allir grálúsugir. Þremur þeirra var landað  í morgun.

Þetta er skot og þetta er líf, en þetta er ekki mikið og enn má segja að allt sé í stíl við væntingar og menn bíði með óþreyju eftir því hvað skilar sér af smálaxi.