Fallegur birtingur úr Tungulæk í morgun.

Veiði fór vel af stað í Tungulæk í morgun, rólegheitarhópur er við veiðar og veiddi á aðeins 1-2 stangir. Eftir fjóra tíma hafði 35 birtingum verið landað.

Einn fallegur úr Holunni.

Mikið var af fiski og var veiðin af ýmsum stærðum, sá stærsti sem sem á land kom var 90 sentimetra tröll.