Ágúst Sigurðsson með fallegan vorlax úr Vatnsdalsá. Myndin er af FB síðu Vatnsdalsár.

Opnunarhollið í Vatnsdalsá lauk veiðum á hádegi í dag og verður að segja að veiðiskapur gekk með ágætum og hefur stundum byrjað verr.

Björn Kristinn Rúnarsson meðsvakalegan hæng úr Hólakvörn. Hann er ekki langt frá meternum þessi. Myndin er fengin af FB síðu Vatnsdalsár.

Á FB færslu skrifuðu Vatnsdalsármenn eftirfarandi: „Opnunar hollið hjá okkur í dalnum kláraði í dag á hádegi….og landaði 15 löxum.Fallegir fiskar og góð stemning eins og ávalt þegar er verið að kasta á fyrstu Laxa sumarsins.“

Að vanda voru aðal staðirnir neðan Flóðsins, Hnausastrengur og Hólakvölrn. All nokkuð virtist vera af fiski að ganga.