Opnunarhollið í Vatnsdalsá lauk veiðum á hádegi í dag og verður að segja að veiðiskapur gekk með ágætum og hefur stundum byrjað verr.

Á FB færslu skrifuðu Vatnsdalsármenn eftirfarandi: „Opnunar hollið hjá okkur í dalnum kláraði í dag á hádegi….og landaði 15 löxum.Fallegir fiskar og góð stemning eins og ávalt þegar er verið að kasta á fyrstu Laxa sumarsins.“
Að vanda voru aðal staðirnir neðan Flóðsins, Hnausastrengur og Hólakvölrn. All nokkuð virtist vera af fiski að ganga.