Fjórtán laxa dagur í Urriðafossi

Matthías Stefánsson með glæsilega hrygnu úr Urriðafossi í dag.

Laxveiði fór formlega af stað í morgun í Urriðafossi í Þjórsá. Veiðin fór vel af stað og níu var landað fyrir hádegi, allt stórir og fallegir laxar, allt að 93 cm. Það var fín veiði líka eftir hádegi, aðeins minni þó, en byrjunin er frábær og lofar góðu.

Við heyrðum í Stefáni Sigurðssyni hjá IO í kvöld og hann sagði. „Þetta voru 5 laxar samtals eftir hádegið, 9 í morgun og þannig 14 eftir daginn. Það telst vera mjög fínn opnunardagur.“