Verða bara stærri og stærri í Dalnum

Stórglæsilegur Laxárdalshöfðingi.

Við greindum frá góðri opnun í Laxá í Mýtvatnssveit, nú hefur okkur borist fregn um að veiði hafi líka farið vel af stað í Laxárdalnum. Þar hefur verið frekar skrýtin þróun síðustu ár, nýliðun á urriða virst lítil, en fiskur stækkað og stækkað frá ári til árs  þar sem urriði getur orðið fjörgamal eins og þekkt er.

Friðjón Már Sveinbjörnsson í Veiðiflugum var á svæðinu í byrjun vikunnar og hann sagði í samtali við VoV að veiði hefði verið góð. En hann hann tók undir inngangsorðin, „þeir verða bara stærri og stærri með hverju árinu sem líður,“ sagði Friðjón. Holl sem lauk veiði í Dalnum í vikunni var með engan fisk undir 62 cm. Og veiði var góð. Sem er geggjað.  Vel hefur enn fremur gengið í Mývatnssveitinni eftir fyrstu daganna, þegar skilyrði voru einkar erfið.