Við Skipahyl í Selá. Mynd -gg

Það er vissulega eitthvað að gerast í laxveiðiám á vestanverðu landinu, rigning hleypti lífi í vatnsbúskapinn og það fór að veiðast. Við höfum heyrt það héðan og þaðan.

Haraldur Eiríksson, sölustjóri hjá Hreggnasa sagði eftirfarandi um þeirra ár: „Ég var nú bara að koma til landsins, en hef heyrt ýmislegt, 20 laxar úr Grímsá í gær og 34 úr Laxá í Dölum í dag. Sjáum hvað gerist í Laxá í Kjós þegar flóðið fer úr henni.“