Olaf Fure, Ytri Rangá
Ólaf Fure, leigutaki Ytri Rangár með 100 cm tröll úr Djúpósi í morgun. Myndin er frá Jóhannesi Hinrikssyni.

Það var líflegt á bökkum Ytri Rangár í morgun, talsvert af laxi á vissum stöðum og veiði góð. Ellefu löxum var landað og sex sluppu. Einn sá stærsti í sumar, 100 cm, var dreginn á þurrt í Djúpósi!

Jóhannes Hinriksson umsjónarmaður Ytri hafði þetta að segja: „Ellefu í morgun og sex misstir. 100 cm hængur kom á HKA Sunray í Djúpósi. Það var Olaf Fure, leigutaki árinnar, sem setti í hann. Þetta var hrikalega sterkur og það tók 25 mínútur að landa honum. Næst stærsti lax dagsins var 90 cm á sömu flugu á sama stað. Þetta voru allt fallegir tveggja ára fiskar og það var mikið líf í kring um Rangárflúðir og Hellisey. Veiðin hófst með tíu stöngum.“