Vikutölur angling.is varpa einna helst ljósi á hvaða svæði nutu góðs af úrhellinu um daginn og hver ekki. Borgarfjörðurinn var t.d. augljóslega sveltur af regninu, sama að segja um Snæfellsnesið. Nokkrar ár á norðvestanverðu landinu fengu veiðikipp og svo er Norðausturhornið í fínu standi, sérstaklega Selá. Eystri Rangá er líka flott og Ytri átti sína bestu viku.
Urriðafoss og Víðidalsá skiluðu sér seint, Víðidalsá söm við sig í sumar og allur vindur úr Urriðafossi, hvort sem það stafar af gruggi eða fiskleysi. Við listum hér annars allar þær ár sem náð hafa þriggja stafa tölu og athygli vekur, þó að það komi ekki á óvart, að aðeins tvær ár höfðu komist í fjóra stafi. Stutt hinss vegar í næstu tvær, frekar langt samt í þá fimmtu.
Hér kemur svo uppfærður listinn með þeim helstu ám sem vantaði í fréttina í fyrri útgáfu. Að venju er fremsta talan heildartalan til þessa og næsta tala veiði síðustu viku. Í svigunum koma síðan fyrri vikuveiðitölur þannig að menn geta séð stíganda, hníganda eða stöðugleika. Það er sem fyrr sorglegt að sjá ástandið í mörgum af þekktustu ám okkar, en á móti kemur að víða hefur veiði verið góð.
Eystri Rangá 2316 – 493 (474 – 166 – 557 – 281 – 170 -142 – 63)
Selá í Vopn 1002 – 208 (188 – 232 – 170 – 142 – 46 -16)
Ytri Rangá 994 – 217 (147 – 161 – 166 – 127 – 71 – 36 )
Miðfjarðará 984 – 217 (120 – 154 – 186 -105 – 84 -55 – 39 – 24)
Urriðafoss 715 – 10 (25 – 44 – 58 – 75 – 108 – 63 – 72)
Blanda 561 – 20 (61 – 155 – 60 – 90 – 40 – 25 – 25 – 31)
Þverá/Kjarrá 532 – 62 (49 – 66 – 104 – 111 – 62 – 17)
Laxá á Ásum 502 – 144 (83 – 73 – 94 – 54 – 36 – 12)
Hofsá í Vopn 460 – 68 (67 – 93 – 106 – 72 – 37 – 13 – 4)
Haffjarðará 435 – 87 (46 (46 – 71 -52 – 42 – 51)
Elliðaárnar 412 – 22 (39 (48 – 66 -84 – 72 – 81 – 45)
Laxá í Aðaldal 346 – 51 (37 – 61 – 42 – 44 – 26 )
Grímsá 332 – 18 (53 – 51 – 61 -55 – 28 – 35 – 21)
Jökla 330 – 10 (83 – 100 – 76 – 28 – 33 – 14)
Svalbarðsá 292 – 69 (48 – 36 – 42 – 59 – 22)
Norðurá 264 – 23 (16 – 41 – 77 – 24 – 28 – 26 -18 – 4)
Langá 248 – 13 (37 – 50 – 16 – 21 – 12)
Skjálfandafljót 240 – 89 (20 – 39 – 27-12-36)
Víðidalsá 232 – 34 (30 – 35 – 31 -45 – 21 – 16 )
Vatnsdalsá 227 – 24 (38 – 44 – 57 – 22 – 21 – 8 )
Hafralónsá 212 – 27 (34 – 29 – 57 – 65 )
Laxá í Dölum 171 – 39 (38 – 36 – 14 – 16 – 20 – 6)
Laxá í Leirársv. 169 – 23 (20 – 30 – 41 – 18 – 15)
Hrútafjarðará 163 – 43 (18 – 52 – 20 – 16 – 4 – 12)
Brennan 152 – 24 (0 -1 – 1 – 4 – 15 – 14 -39 – 19 – 35)
Hítará 150 – 23 (37 – 33 – 6 – 9 – 16 – 17 – 11)
Flókadalsá 134 – 9 (9 – 16 – 22 – 20 – 25 – 33 – 16)
Deildará 131 – 18 (29 – 19 – 23 – 18 – 14 -5)
Haukadalsá 113 – 20 (4 – 24 – 12 – 11 -6)
Ölfusá 113 – 8 (4 – 21 – 12 – 26 – 23 – 12)
Laxá í Kjós 121 – 18 (20 – 8 – 12 – 21 – 17 – 19)
Fnjóská 109 – 111 (29 – 23 – 16 – 10 – 12 – 11 – 5)
Enn eru nokkrar vel þekktar ár sem enn hafa ekki brotist yfir hundraða laxa múrinn, t.d. Úlfarsá 87, Langholt í Hvítá 72, Stóra Laxá 72 og Straumar í Hvítá 67. Annars geta lesendur séð meira til á www.angling.is