Geggjuð byrjun í Urriðafossi

Harpa Hlín með tröllið, 93 cm takk fyrir.

Já það er óhætt að segja til hamingju með daginn laxveiðimenn, Urriðafoss í Þjórsá var opnaður í morgun og ekki hægt að segja annað en að vel hafi farið af stað.

Stefán með fyrsta laxinn í morgunsárið.

„Við byrjuðum klukkan átta og mínútu seinna var Stefán búinn að landa fallegri 77 cm hrygnu. Nokkrum mínútum síðar var ég búin að setja í 93 cm hæng, stórglæsilegan, ótrúelag fallegan. Ég gæti ekki verið glaðari,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir, annar eigenda Iceland Outfitters sem leigir Urriðafoss. Og fleiri svæði í Þjórsá.

Feðgarnir Stefán og Matthías með glæsilega hrygnu úr Urriðafossi í morgun.

Stefán Sigurðsson bætti við: „Þetta var frábært, níu laxar á morgunvaktinni og það voru laxar að stökkva þegar við vorum að fara í mat þannig að það bíður okkar eitthvað á seinni vaktinni.“