Laxá á Ásum
Geggjuð hrygna, stór og björt, en ekki lúsug.

Veiði fór vel af stað í Laxá á Ásum í morgun, lax var víða, tók að vísu grannt, en samt tókst að landa 10 löxum Bara í morgun tóku og sluppu á annan tug laxa.

Laxá á Ásum
Hér má glöggt sjá að hrygnan er löngu komin í ána og stutt í að fari að „taka lit“.

Sturla Birgisson, umsjónarmaður árinnar sagði þetta:  Það komu 10 laxar í dag, þar á meðal 92, 85, 82 og 80 cm. Síðan voru smálaxar,með lús.  Töluvert að nýjum lax að ganga á neðri svæðum, Mjög kalt í morgun 3 gráður á selsíus.”

Af þessum tíu komu sex um morguninn og fjórir á seinni vakt. Margir sluppu, takan grönn, líklega vegan kulda. Athygli vakti að sumir stærri laxana höfðu verið um skeið í ánni. Nokkuð langt frá því að vera nýgengnir og sést það best á einni myndinni.

 

Ósasvæðið

Það er nokkuð síðan að veiði hófst á svokölluðu ósasvæði Laxár, en raunar heitir það Hólmakvísl og er sameiginlegt vatn Laxár og Vatnsdalsár að falla til sjávar.

Laxá á Ásum
Hængar eru í vaxandi mæli að gera sig gildandi í fyrstu göngunum. Í gamla daga var það afar sjaldgæft og þótti vita á risaveiðisumar!

 

Það er magnað svæði fyrir sjóbirting og sjóbleikju, auk þess sem einn og einn lax tínist þar upp líka. Oddur Hjaltason fylgist vel með því svæði og hann segir að þar hafi verið verið góð í vor og það sem af er sumri, 8 laxar komnir á land og yfir 250 “laxfiskar” sem er blanda af birtingi og bleikju, væntanlega mikið af því birtingur, en nú fer bleikjan að láta meira að sér kveða. Margir af birtingunum sem þarna hafa veiðst í vor eru verulega stórir, margir um og jafnvel yfir 10 pund, enda hefur sjóbirtingi verið að fjölga jafnt og þétt í mörgum ám norðanlands síðustu árin

Laxá á Ásum
Þessi hrygna er að vísu nýgengin.