Fylgst með radíómerktum löxum í vetrarríki

Staðan við efri hluta Selár fyrr í vikunni. Mynd Denni.

Þær eru skemmtilegar myndirnar sem hér birtast og eru frá ofanverðri Selá í Vopnafirði. Það er svolítið öðru vísi umhorfs þar heldur en á vestanverðu landinu þar sem varla sést snjóarða. Þarna voru menn á vegum Strengs að leita að radíómerktum löxum á svæðinu frá ármótum Hrútár og Selár og upp með Hrútá.

„Það voru sett radíómerki á tuttugu hrygnur síðast liðið haust og við höfum verið að fylgjast með ferðum þeirra í allan vetur. Þetta eru það þróuð og flott merki að vitum hvaða lax er á ferðinni þegar við nemum merki. Hvaða lax um er að ræða og hvar hann er staddur hverju sinni. Þetta gefur okkur mikilvægar upplysingar um ferðir laxa um haust og vetur og er einn af mörgum liðum í rannsóknum okkar og uppbyggingu laxastofna á þessumm slóðum,“ sagði Gísli Ásgeirsson framkvæmdastjóri Strengs í samtali við VoV.

Hvað snjóalög varðaði sagði Gísli og þó myndirnar væru sannarlega vetrarlegar, komið svo vel fram í mai, þá væri þetta ekki óvenjulega mikill snjór og mikið hefði tekið upp allra síðustu vikur. Þó var nægur snjór til þess að þeir Sveinn Björnsson (Denni) og Stefán Hrafnsson leiðsögumenn við ána, lentu í nokkrum vandræðum á „buggybílum“ sínum.