„Allt dottið inn“

Bleikja úr Hraunsfirði í morgun, á leiðinni í Sahimi. Mynd Bjarni Júl.

Vorveiði á silungi hefur verið nokkuð góð þrátt fyrir fremur kaldan og þurran mai. Víða hafa vötn og ár tekið við sér, m.a. hefur Hraunsfjörður tekið við sér þó ekki sé um vatn eða á að ræða heldur saltan fjörð. Sjóbleikjan er þar farin að ganga með landi og gefa sig að veiðimönnum.

Þarna er þetta komið, ekki flókið…..

Bjarni Júlíusson er einn af helstu viðskiptavinum Hraunsfjarðar, enda ættaður að vestan og dvelur þar löngum stöndum. VoV datt í hug að kalt og þurrt vor hefði sett strik í reikninginn, en þetta sagði Bjarni: „Hér fyrir vestan er allt dottið inn. Hlýtt á daginn, en ennþá sami næturkuldinn. En bleikjan komin á fulla ferð. Þessi tók grænan Nobbler, eins og þrjár frænkur hennar. Öllum gefið líf, en ein tekin í Sashimi. Sú var 53 cm en hinar allar vel stærri. Lífið er yndislegt fyrir vestan.“