Jón Eyfjörð, Jóhanna Hinriksdóttir
Ríflega 60 cm sílspikaður urriði í höndum Jóns Eyfjörð. Myndina tók Jóhanna Hinriksdóttir

Við höfum ekki tölur við höndina, en það er fast í hendi að urriðaveiðin í Mývatnssveit og í Laxárdal hefur verið afar góð og mikið um rígvæna fiska. Hluti af VoV dokaði við nyrðra um helgina og fann út að engu er logið um gang mála í Laxá ofan virkjunnar.

 

Ármann Höskuldsson, Jóhanna Hinriksdóttir
Ármann Höskuldsson með 50 cm urriða úr Geirastaðaskurði. Myndina tók Jóhanna Hinriksdóttir

Á myndunum má sjá hvað um er að ræða, ríflega 50 cm urriði , einn af fimm, sem veiddist í Geirastaðaskurði og annar 60 cm hnallur sem kom niður á Hamri. Mikið hefur verið um slíka fiska í Mývatnssveitinni. Niðri í Laxárdal fer einnig fögrum fréttum af gangi mála. Bæði Jón Þór Ólason formaður SVFR og Bjarni Höskuldsson umsjónarmaður í Dalnum hafa sagt okkur frá mörgum og stórum urriðu, að það veiðist varla fiskur undir 50 sentimetrum. Það höfum við einnig fengið að reyna á svæðinu. Gaman að þessu, lífríkið greinilega í mikilli uppsveiflu líkt o og sjá mátti einnig í fréttum á dögunum af óvenjulega miklum og ágengum mývargi.