Sigursveinn Bjarni Jónsson með þann stærsta, 90 cm.

Eins og við nefnum fyrir fáum dögum þá hefur veiðin tekið við sér eftir kuldakastið. Nefna má Tungulæk, Tungufljót, Vatnamót, Geirlandsá. Hér er smá færsla frá SVFK frá Geirlandsá:

„Sigursveinn Bjarni Jónssonog félagar enduðu veiðar um hádegið í dag og fengu þeir alls 11 fiska. Var staðan orðin önnur og betri í morgun og megnið af ís farið af neðri hluta árinnar. Fengu þeir félagar 5 fiska í morgun. Stærst hjá þeim í þessum veiðitúr voru 90cm, 87cm, 86cm og 84cm. Stórir fiskar.