Einn af þeim stærstu í vor

Heiðar Valur með hrygnuna vænu....

Einn af stærstu birtingum vorsins veiddist um helgina nýverið, Heiðar Valur Bergmann var þar á ferð og frásögn hans er frábær, eðal veiðisaga, hér kemur hún:

„Hrygna sem var 87cm á lengd og 42cm í ummál Ég sá fiskinn head and tail er ég var að byrja að veiða efri Mangatanga Ég var með púpuna hans Sigþórs félaga míns sem er í sérstöku uppá haldi hjá okkur félögunum enda höfðum við allir góða reynslu af henni Púpan heitir Blue magic copper John með rubber legs

Ég kastaði andstreymis og setti tökuvaran beint þar sem ég hafði séð fiskinn og ég vissi að þetta væri nokkuð vænn fiskur Ég sá tökuvaran fara niður og ég strækaði nett og þá um leið hreinsaði fiskurinn sig Þetta var skemntileg barátta og ekkert stress í gangi Mikið pláss fyrir fiskinn og ekki mikið um hraunnibbur þarna sem er reyndar víða í Eldvatninu En þegar snillingurinn og makkerinn minn hann Tryggvi Hilmarz ætlaði að háfa fiskinn þá flæktist efri púpan í bakuggann og átakið heldur betur breyttist við það, og bættist má við korter í að koma fisknum í færi, félaginn háfaði loks fiskinn og allt var æðislegt. Fallegt still kvöld í storbrottini náttúru í Meðallandinu í – 6 gráðu frosti Eftir mælingar og myndatöku þá synti þessa elska aftur út í spegil slett Eldvatnið og kemur aftur í haust tilbúin í annan krefjandi dans þá þyngri og reynslunni ríkari. Lifi Sjobbinn