Risahængur búin að tyggja Maddý....

Stórir laxar geta verið mjög kræfir og tyggja flugurnar í spað, hversu vel sem þær eru hnýttar. Þorbjörn Helgi, Reiða Öndin, lenti í því í Stóru Laxá nú í haust. Stórlax tók fluguna Maddý eftir Baldur Hermannsson og tuggði hana í spað á meðan hann var þreyttur þó að Baldur sé þekktur fyrir frábærlega hnýttar flugur.

Reiða Öndin landaði þessum fiski, sem slapp úr lúkum hans eftir að hafa verið mældur 98 cm. Engin mynd til, myndband á heimasíðu hans á FB. Annars er Maddý hliðarfluga við Frigga, sem Baldur á einnig heiðurinn af. Maddý og Friggi, Matthildur og Friðrik voru fallegt par sem dóu saman við átakanlegar aðstæður. Baldur, bróðir Frigga, hnýtti þessar flugur í minningu þeirra, og þær gefa báðar grimmt. Báðar, ekki bara Friggi.