Flottur urriði úr Soginu. Mynd Árni Baldursson

Nú er að slakna á frostinu og þá tekur veiðin án vafa við sér. Ýmsir hafa staðið vaktina í gegnum póltímabilið og sett í fiska. Nú þegar hlýnar fer allt í gang aftur.

Árni að glíma við einn vænan á dögunum.

„Tveir fyrsta dagarnir voru fínir, ég setti í nokkra fína urriða, en fann ekki bleikjuna, það þarf eflaust að hlýna aðeins til að hún komi úr fylgsni sínu. Þetta voru fallegir fiskar, en ég kann ekki vel við að apríl byrji með svona kulda. Vorið á að vera komið, farfuglarnir og fiskur að taka,“ sagði Árni Baldursson í sam samtali við VoV.

Árni er landeigandi við Ásgarð í Soginu og var að veiða þar á skírdag og föstudaginnn leiðinlega. Svo kom fimbulvetur af þunga, en nú stendur allt til bóta.