Fosshylur, Selá, Laxar
Tifandi laxar!

Veiði er nú formlega lokið, veitt er til 20.október í mörgum af helstu sjóbirtingsánum og leyft er að veiða jafn lengi í þeim laxveiðiám sem byggja á hafbeitarsleppingum. Oft gengur haustveiði í nokkrum takti við árferði sem hefur á heildina litið verið mjög hagstætt. Jafnvel einum og bjart og fallegt veður á köflum. En lokakaflinn var góður.

Eystri Rangá var komin með metveiði fyrir all nokkru og lokavikan var býsna góð miðað við árstíma, 253 laxar veiddir, stórir sem smáir. Lokatalan er 9070 laxar sem er 1597 löxum meira en síðasta metið sem var fært til bókar 2007, 7473 laxar veiddust þá.

Hin Rangáin, sú vestari, var hins vegar fremur slök á eigin mælikvarða, lokatölu vantar að vísu, en þann 14.10 eru skráðir 2620 laxar sem er nokkuð vel undir veiði margra síðustu sumra. Eigi að síður var áin í öðru sæti á landsvísu og margar frábærar veiðisögur urðu til á bökkum árinnar.

Á þessum slóðum er síðan Affallið. Þar var algerlega geggjuð metveiði, alls veiddust þar 1728 laxar, en fyrra met var fyrir tíu árum, 2010, lokatalan þá 1021 lax. Segja má að um mun betri veiði sé að ræða en í Eystri Rangá, því þrátt fyrir risatöluna, þá eru 18 stangir skráðar í Eystri Rangá, en aðeins 4 í Affallinu.

Met var einnig í Þverá í Fljótshlíð, lokatalan þar var 616 laxar, en hæsta skráða tala á angling.is til þessa var 499 laxar sumarið 2018.