Við Skipahyl í Selá. Mynd -gg

Búið er að loka Vopnafjarðaránum og talsverður veiðibati var. Sérstaklega var Selá finu róli, en Hofsá ar líka með nokkurn bata. Hún er jafnan nefd með Sunnudalsá en hún var lakari en í fyrra. Samanlögð tala þeirra er er samt betri en í fyrra þó að Hofsá hafi verið betri ein og sér.

Alls veiddust 1484 laxar í Selá, eða 144 löxum meira en í fyrra. Gísli Ásgeirsson hjá leigutakanum Streng sagði menn hafa alveg eins reiknað með þessu því seiðabúskapur hafi farið batnandi síðustu ár eftir nokkra niðursveiflu í þeim efnum árin á undan. Hofsá hefur verið að koma rólega til baka eftir að vetrarflóð 2013 og vorflóð 2014 léku hrygningar- og búsvæði grátt. Saman voru Hofsá og Sunnudalsá með 705 laxa, Hofsá þar með 620 en Sunnan 85. Í fyrra var Hofsá með 580 laxa á móti 113 úr Sunnu.