Hólaflúð, Jökla
Hinn forkunnarfagri veiðistaður Hólaflúð. Mynd Snævarr Örn.

Vikutölurnar voru byrjaðar að síast inn undir miðnætti og engin stórtíðindi enn sem komið var á meðan VoV dundaði við að skoða það nýjasta. Þó eru punktar sem við skoðum og förum svo betur yfir allan pakkann á morgun.

Það vantaði nýjar tölur fyrir Eystri Rangá, Affall og Selá. En helstu tíðindin eru tvíþætt. Enn vantar fjóra laxa upp á nýtt með í Jöklu. Fjandans yfirfallið búið að setja þar allt í uppnám. Aðeins sex laxar veiddust í vikunni og þá alls komnir 812 laxar. Metið er 815, það vantar því enn fjóra laxa! Þetta er alvöru spenna.

Þá hafa bæði Langá og Þverá/Kjarrá náð að skrönglast yfir fjögurra stafa línuna með þokkalegum endasprettum. Þverá/Kjarrá skilaði einni sinni bestu viku, 81 lax þar og komst við það upp í 1046 laxa sem kannski má kalla varnarsigur eins og ögn hærri tala úr ánni í fyrra. Það sama má segja um Langá, ein besta vikan þar, sléttir hundrað laxar og áin fór með því í 1013 laxa.

Hofsá og Norðurá eiga lítið eftir í fjögurra stafa tölu, Hofsá fór í 987 laxa með 37 laxa viku og Norðurá í 978 laxa eftir 56 laxa viku.