Laxá á Skógarströnd
Veiðiugginn nagaður af Maríulaxinum....Mynd Kristján Gunnarsson

Það er fátt skemmtilegra í veiðifréttabransanum en að geta sagt frá Maríulöxum og Maríusilungum ungra barna. Hér er ein lítil saga sem mun eflaust draga dilk á eftir sér….

Einn lesenda okkar er Kristján Gunnarsson og hann var með barnabarni sínu, hinum tíu ára gamla Loga Hrafni Péturssyni í Laxá á Skógarströnd fyrir skemmstu. Þeir félagarnir voru staddir við Gunnsteinshyl þegar lax gaf sig að maðki drengsins sem er aðeins tíu ára og hafði aldrei sett í fisk fyrr. Eftir að hafa komið tvisvar í agnið án þess að festa sig, gekk allt upp í þriðju tilraun og laxinum var landað eftir snarpa viðureign, að sögn Kristjáns. Eins og sjá má á myndinni er um fallegan smálax að ræða.