Cezary með glæsilega hrygnu úr Eystri Rangá.

Fínasta veiði hefur verið í Eystri Rangá það sem af er og mikið af aflanum er stórlax. Júníveiðin er til þess gerð að safna tveggja ára laxi í kistur til undaneldis. Og Eystri er fyrir löngu komin á blað sem ein besta vorveiðiáin.

Cezary sleppir boltafiski.

Cezary Fijakovski var i Eystri í 6 daga. „Það var mokveiði í kistuna. Geggjuð veiði og áin er full af stórum fiski. Veidibók er full af stórum löxum og tíu dagar hafa gefið meira en 100 fiska allt, 80 til 96 cm.  Bara geggjaður tími,“ eins og hann komst að orði.