Gljúfurá, Fjallgirðing
Hættir bráðum að renna! Gljúfurá við veiðistaðinn Fjallgirðingu. Myndin er frá þurrkasumrinu 2017.

Gljúfurá í Borgarfirði er nýjasta áin til að opna, Jóhann Davíð Snorrason fór fyrir hópnum sem opnaði ána og var opnunin lífleg.

Katrín Ólafsdóttir með Maríulaxinn sinn, úr Hrynjanda í Gljúfurá. Mynd JDS

VoV heyrði í Jóhanni sem sagði: „Ég var að opna Gljúfurá í Borgarfirði. Teljari sýndi tvo laxa gengna í ána við komu og við báðum til veiðigyðjunnar að hann væri vitlaus. Svo reyndist aldeilis vera þar sem ég veiddi fyrsta laxinn í ánni þetta árið í Hrynjanda fyrir neðan hús. Þar sá ég annan og einn til á efri breiðu. Lax númer tvö veiddist í Fossi neðst í efra Gili og þar lak líka einn af, hann var sumsé kominn upp alla ána. Einn Maríulax kom úr Hrynjanda og veiddi Anna Katrín Ólafsdóttir hann og má sjá á meðfylgjandi mynd. Einn kom úr Þjofahyl og veiddust því fjórir laxar í opnun sem er bara prýðilegt. Enginn fiskur virtist vera í keri og niður og teljari var enn í tveimur löxum við brottför.“