Jóhann Rafnsson, Fitjá, Víðidalsá
Jóhann Rafnsson með glæsilegan lax úr Fitjánni, hliðará Víðidalsár. Myndin er fengin af FB síðu Jóhanns.

Veiði hófst í Víðidalsá í morgun og óhætt að segja að þar hafi byrjunin verið í stíl við aðrar opnanir. Sama sagan líka og annars staðar, laxinn dreifður um allt og öll skilyrði eins og á hásumarsdegi.

Jóhann Rafnsson er umsjónarmaður Víðidalsár og hann sendi þetta skeyti: „Það gekk vel fyrsta morguninn í Víðidalsá. 15 löxum landað og sá stærsti var 94 cm Guðmundur Örn Gunnarsson fékk þann fyrsta kl. 07.15 í Harðeyrarstreng. Fiskur á öllum svæðum og fengust flestir laxarnir á hitch og smáar flugur.“