Punktar héðan og þaðan

Grímsá, sjóbirtingur
Pattaralegur birtingur úr Grímsá, líkast til geldfiskur. Mynd Hreggnasi

Hér koma nokkrir punktar frá nokkrum svæðum sem lentu milli skips og bryggju hjá okkur þessa tvo fyrstu daga vertíðarinnar. Víðast hvar sögðum við frá flottum upphafsdögum og það varð engin breyting þegar fleiri nöfn duttu inn.

Harpa Hlín, Leirá
Sá fyrsti úr Leirá þetta vorið, Harpa Hlín Þórðardóttir með 55 cm birting.

Leirá litla í Leirársveit var t.d. opnuð á mánudaginn, leigutakarnir, IO veiðileyfi, fóru sjálfir vestur og lönduðu fyrstu fiskunum, allt að 55 cm fiski sem var stærstur.

Þá byrjaði Grímsá með látum, en þar er boðið upp á sjóbirtingsveiði á vorin. Samkvæmt upplýsinugm frá leigutakanum Hreggnasa, fór óvenjuvel af stað að þessu sinni og 44 komnir á land eftir tvo fyrstu daganna og voru skilyrði þó ekki til fyrirmyndar.

Fregnir bárust fráa Litluá í Kelduhverfi þess efnis að mjög líflegt vræri á svæðinu og væru menn að draga bæði staðbundna og sjógengna urriða. Voru allnokkrir yfir 70 cm komnir á land, en lokatölur láu ekki á hreinu.

Varmá við Hveragerði var og opnuð og á vef leigutakans, SVFR, er lýsing veiðimanns sem opnaði ána. Maður er nefndur Steingrímur Sævar og veltum við fyrir okkur hvort að þar fari Steingrímur Sævar Ólafsson. En allt um það, hann lýsti því þannig að fiskur hafi sést nánast alls staðar þar sem eftir honum var leitað og kom á daginn að svo virðist sem öll áin sé nú opin í vorveiði, en sú var tíðin að vorveiðiskapurinn var aðeins stundaður neðan við Þjóðveg 1. Þannig fengu menn fiska í Ármótunum, á Reykjabreiðu og í Reykjafossi, auk fleiri neðar í ánni, ekki hvað síst í hinni rómuðu Stöðvarbreiðu.